Í tengslum við útgáfu ljósmyndabókarinnar Óla K. verður opnuð sýning á nokkrum verkum hans í dag, fimmtudag 14. nóvember, klukkan 17 á kaffihúsinu í Ásmundarsal. Þá mun Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og lektor við hönnunardeild Listaháskóla…
Í tengslum við útgáfu ljósmyndabókarinnar Óla K. verður opnuð sýning á nokkrum verkum hans í dag, fimmtudag 14. nóvember, klukkan 17 á kaffihúsinu í Ásmundarsal. Þá mun Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og lektor við hönnunardeild Listaháskóla Íslands flytja fyrirlestur um bókina sem fram fer í húsnæði Listaháskólans, Stakkahlíð 1, í dag klukkan 12.15 en Óli K. var fyrstur til að vera fastráðinn sem ljósmyndari á dagblaði þegar hann var ráðinn á Morgunblaðið árið 1947.