Enda hefur Jóhannes komið víða við og eflaust fáir Íslendingar sem hafa ekki bragðað á veisluföngum Múlakaffis á lífsleiðinni. Múlakaffi var stofnað árið 1962 af föður Jóhannesar, Stefáni Ólafssyni, á lóð í Hallarmúla 1 þar sem þá var nær engin byggð, aðeins nokkrir sveitabæir og malargötur
Yfirkokkurinn Eyþór Rúnarsson var fyrirliði kokkalandsliðsins á árunum 2008-2011 og býr yfir mikilli reynslu. Hann segir að mikilvægast sé að vera stöðugt að þróa sig áfram sem kokkur.
Yfirkokkurinn Eyþór Rúnarsson var fyrirliði kokkalandsliðsins á árunum 2008-2011 og býr yfir mikilli reynslu. Hann segir að mikilvægast sé að vera stöðugt að þróa sig áfram sem kokkur.

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Enda hefur Jóhannes komið víða við og eflaust fáir Íslendingar sem hafa ekki bragðað á veisluföngum Múlakaffis á lífsleiðinni.

Múlakaffi var stofnað árið 1962 af föður Jóhannesar, Stefáni Ólafssyni, á lóð í Hallarmúla 1 þar sem þá var nær engin byggð, aðeins nokkrir sveitabæir og malargötur. Nú rúmum 60 árum síðar er sami veitingasalurinn fullur í hádeginu af fólki af öllum þjóðfélagsstigum sem kunna að meta hollan og kjarngóðan heimilismat.

„Markmið Múlakaffis var einfalt. Pabbi byggði staðinn á þeirri reynslu sem hann hafði af því að elda hollan og kjarngóðan heimilismat fyrir svangt verkafólk í mötuneytum stærstu fiskvinnslufyrirtækja landsins, alvöru mat fyrir alvöru fólk,“ segir Jóhannes. Það má því segja að það sé

...