Súdan Vígamenn stjórnarhersins keyra um götur Gedaref-borgar, sem er í austurhluta Súdans.
Súdan Vígamenn stjórnarhersins keyra um götur Gedaref-borgar, sem er í austurhluta Súdans. — AFP

Ekkert lát er á borgarastyrjöldinni í Súdan og hefur ástandið þar farið hríðversnandi undanfarnar tvær vikur að sögn Sameinuðu þjóðanna. Hafa bardagar farið mjög harðnandi, en auk þess hafa borist tilkynningar um árásir á óbreytta borgara, sem og kynferðisofbeldi gegn konum og stúlkum í landinu.

Rosemary DiCarlo, varaframkvæmdastjóri SÞ í pólitískum og friðarmálum, sagði í gær að síðustu vikurnar hefðu að mörgu leyti verið þær verstu í Súdan frá því að borgarastríðið braust út í apríl 2023.

DiCarlo sagði að báðar fylkingar í landinu, annars vegar súdanski stjórnarherinn og hins vegar hinar svonefndu RSF-hraðsveitir, bæru ábyrgðina á þeim ofbeldisverkum sem framin hefðu verið á þessum tíma. Þá sagði hún að báðir aðilar virtust vissir um að þeir gætu knúið fram sigur í stríðinu á

...