„Vatnslitafélag Íslands er ótrúlega skemmtilegt samfélag og það er ákveðinn hópur hérna á höfuðborgarsvæðinu sem hittist vikulega yfir vetrartímann og málar saman,“ segir Anna Ólafsdóttir Björnsson, ein 45 listamanna sem sýna 62…
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Vatnslitafélag Íslands er ótrúlega skemmtilegt samfélag og það er ákveðinn hópur hérna á höfuðborgarsvæðinu sem hittist vikulega yfir vetrartímann og málar saman,“ segir Anna Ólafsdóttir Björnsson, ein 45 listamanna sem sýna 62 listaverk á sýningunni Árstíðir sem hefst í dag í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi og stendur til 7. desember nk.
Félagið var stofnað fyrir rúmlega fimm árum og þetta er sjötta árssýning félagsins og þemað í ár er árstíðir. Félagsmenn eru út um allt land og hægt er að senda inn 1-3 myndir á þessa stærstu sýningu ársins, þar sem dómnefnd skipuð valinkunnum listamönnum, íslenskum og erlendum, velur verkin á sýninguna.