Sautján verkefni fengu úthlutun úr Styrktarsjóði geðheilbrigðis á þessu ári og fór afhending fram í gær á Nauthóli. Alls bárust 36 umsóknir um styrki upp á 95 milljónir króna, en sjóðurinn hafði 20 milljónir umleikis og því þurfti að takmarka valið
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Sautján verkefni fengu úthlutun úr Styrktarsjóði geðheilbrigðis á þessu ári og fór afhending fram í gær á Nauthóli. Alls bárust 36 umsóknir um styrki upp á 95 milljónir króna, en sjóðurinn hafði 20 milljónir umleikis og því þurfti að takmarka valið.
Í valinu í ár var sérstaklega horft til þess að verkefnin væru valdeflandi fyrir notendur og aðstandendur, að verkefnin stuðluðu að mannréttindum og jafnrétti og að þau stuðluðu að nýsköpun. Þrjá hæstu styrkina í ár hlutu verkefnin Okkar heimur, eða 3.500.000 kr., Matthildarteymið sem fékk 3.000.000 kr., og Afstaða 2.800.0000 kr.
Okkar heimur heldur úti vefsíðu með upplýsingum fyrir foreldra með geðræna sjúkdóma og fagaðila, en verkefnið er þegar með síðu sem
...