Endurminningar Hnífur ★★★★★ Eftir Salman Rushdie. Árni Óskarsson þýddi. Mál & menning, 2024. Kilja, 249 bls.
Verðlaunaður Salman Rushdie tók við Bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness í Háskólabíói hinn 13. september. „Hnífur Rushdies hefur réttilega verið kallað hugrakkt verk, og afrek.“
Verðlaunaður Salman Rushdie tók við Bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness í Háskólabíói hinn 13. september. „Hnífur Rushdies hefur réttilega verið kallað hugrakkt verk, og afrek.“ — Morgunblaðið/Eyþór

Bækur

Einar Falur

Ingólfsson

Þann 12. ágúst fyrir rúmum tveimur árum steig hinn heimskunni bresk-indverski rithöfundur Salman Rushdie á svið í Pennsylvaníuríki og hugðist fjalla um öryggi rithöfunda. Málið var honum vissulega skylt þar sem rúmum 30 árum fyrr hafði íranski klerkurinn Ayatollah Khomeini kveðið upp yfir honum dauðadóm, svokallaðan fatwa-úrskurð, vegna meints guðlasts í skáldsögunni Söngvum Satans. Rushdie fór lengi huldu höfði eða var með lífverði. En þegar árin liðu ákvað hann að hætta að vera í felum, hætta að láta fatwa-úrskurðinn stjórna lífi sínu og lifa eins og aðrir höfundar. Og það tókst honum um margra ára skeið, var hamingjusamur

...