Pútín varpar fólki í fangelsi fyrir engar sakir til að þagga niður gagnrýni

Í Rússlandi ríkir andrúmsloft þöggunar og ógnar um þessar mundir. Gagnrýni á stefnu stjórnvalda er ekki liðin og orð sem falla í tveggja manna tali geta jafnvel leitt til þungra fangelsisdóma.

Á þriðjudag var Nadésda Bújanova barnalæknir dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að breiða út „falsupplýsingar“ um rússneska herinn. Ummælin á hún að hafa látið falla við fyrrverandi konu hermanns, sem féll í Úkraínu. Konan sagði að hún hefði gagnrýnt þátt rússneskra stjórnvalda í stríðinu.

Bújanova, sem er 68 ára gömul, var handtekin í febrúar. Hún hélt fram sakleysi sínu í réttarhöldunum, en vitnisburður konunnar og sjö ára sonar hennar dugði dómnum til sakfellingar.

Á mánudag tapaði Ksenia Karelína áfrýjun 12 ára fangelsisdóms fyrir landráð. Hennar glæpur var að

...