Þórður Snær Júlí­us­son, blaðamaður og fram­bjóðandi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur beðist vel­v­irðing­ar á um­mæl­um sín­um um kon­ur í nafn­laus­um blogg­færsl­um fyr­ir 20 árum. „Vegna þess þá er rétt að ég játi skýrt að hafa skrifað og sagt…

Þórður Snær Júlí­us­son, blaðamaður og fram­bjóðandi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur beðist vel­v­irðing­ar á um­mæl­um sín­um um kon­ur í nafn­laus­um blogg­færsl­um fyr­ir 20 árum. „Vegna þess þá er rétt að ég játi skýrt að hafa skrifað og sagt ým­is­legt á þess­um árum sem var vand­ræðal­egt, heimsku­legt og rangt. Á því biðst ég auðmjúk­lega af­sök­un­ar án nokk­urs fyr­ir­vara,“ skrif­ar Þórður á Facebook. Kveðst hann hafa þrosk­ast og breyst frá þess­um tíma. Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir rit­stjóri Heim­ild­ar­inn­ar gagn­rýn­ir Þórð fyr­ir að gefa það í skyn að hann hafi verið ung­ur og óreynd­ur er orðin voru rituð. Ekki sé mikil auðmýkt í framsetningu afsökunarbeiðni hans. Ekki náðist í Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar vegna málsins í gær.