Eins og margir þekkja hefjast Paralympics skömmu eftir Ólympíuleika en þessi tvö risamót hafa nú um allnokkra hríð verið haldin saman sem eitt risaíþróttaverkefni og það allra stærsta í heiminum fjórða hvert ár.
Ísland átti fjóra keppendur í sundi á Paralympics en það voru þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir. Þá keppti Ingeborg Eide Garðarsdóttir í kúluvarpi. Róbert Ísak Jónsson keppti í 100 m flugsundi S14 og komst í úrslit. Í undanrásum setti hann Íslandsmet í 50 m flugsundi á millitímanum 26,45 sek. og í úrslitum bætti hann svo 100 m metið er hann synti á 57,92 sek. og hafnaði í 6. sæti.
Glæsilegur árangur
Ingeborg Eide var önnur í rásröð keppenda en hún var á sínum fyrstu Paralympics. Ingeborg kastaði kúlunni lengst 9,36 metra og hafnaði í 9. sæti
...