Knattspyrnudeild ÍA hefur verið sektuð um 75.000 krónur af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna viðtals Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, við mbl.is eftir tap ÍA gegn Víkingi úr Reykjavík í 26. umferð Bestu deildarinnar. Leiknum lauk með sigri Víkinga, 4:3, á Akranesi þann 19. október en Jón Þór var allt annað en sáttur með Elías Inga Árnason, dómara leiksins, eftir leikinn og lét hann heyra það í viðtali vð mbl.is.

Knattspyrnumaðurinn Ósvald Jarl Traustason, leikmaður Leiknis úr Reykjavík, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ósvald, sem er 29 ára gamall, hefur leikið samfleytt með Leikni frá árinu 2017. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið með Fram og Gróttu á ferlinum. Alls á hann að baki 32 leiki í efstu deild.

Þór Andersen Willumsson, yngsti

...