Verðlaunahafar Íslands á Paralympics í Barcelona 1992.
Verðlaunahafar Íslands á Paralympics í Barcelona 1992.

Árið 1974 voru fyrstu íþróttafélög fatlaðra á Íslandi stofnuð en þau eru Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) og Akur á Akureyri. Félögin urðu til eftir margháttaðan undirbúning sérstakrar undirbúningsnefndar á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.

Úr varð að ÍFR var stofnað 31. maí 1974 og síðar sama ár, hinn 8. desember, var stofnað Íþróttafélag fatlaðra á Akureyri sem í dag heitir Akur. Núna, 50 árum síðar, er mikið vatn runnið til sjávar en fimm árum eftir stofnun ÍFR og Akurs var Íþróttasamband fatlaðra stofnað.

Fjölbreytt æfingarúrræði fyrir alla

Frá árinu 1980 tóku íslenskir afreksmenn úr röðum fatlaðra þátt á Paralympics og árið 1989 var Special Olympics Iceland stofnað og hefur allar götur síðan þá verið hluti af starfsemi ÍF.

...