Nú er sænska ástandið, sem áður mátti ekki nefna svo, orðið að norrænu ástandi, einnig íslensku

Fyrir nokkrum árum, þegar Donald Trump var forseti í fyrra sinn, þótti í senn hlægilegt og töluvert hneyksli þegar hann talaði um sænska ástandið vegna ofbeldis og glæpa þar í landi. Ýmsir, einkum á Norðurlöndunum, kepptust við að finna að þessum athugasemdum forsetans og töldu jafnvel til marks um hversu illa hann væri áttaður. Fljótlega kom þó á daginn að hann hafði mikið til síns máls og nýjast til marks um það er sameiginleg yfirlýsing allra formanna landssambanda lögreglumanna á Norðurlöndunum.

Í yfirlýsingunni er rætt um sænska ástandið og gengið enn lengra en áður, því að þar segir í upphafsorðum: „Orðræða um sænska ástandið sem lýsing á grófu brotaöldunni í Svíþjóð er notuð einnig í umræðunni á hinum Norðurlöndunum. En að tala um sænska ástandið er orðið úrelt. Í staðinn verður að ræða um norræna ástandið.“

Því

...