Virkjun Sigöldustöð skilar drjúgu.
Virkjun Sigöldustöð skilar drjúgu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Nýsköpun verður lykilþáttur í að skapa fjölbreyttari störf og auka verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Þetta segir í ályktun ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið var á dögunum. Þar er tiltekið mikilvægi þess að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki sem nýta sjálfbærar lausnir.

Nýting grænnar orku og náttúruauðlinda getur skilað miklum efnahagslegum ávinningi fyrir Suðurland, eru skilaboðin frá ársþinginu. Einnig er mikilvægt að tekjur af auðlindum eins og ferðaþjónustu og orkunýtingu skili sér til nærsamfélagsins til að styrkja innviði og auka sjálfbærni samfélaga.