Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
Orkustofnun hefur veitt Reykjavík Geothermal (RG) rannsóknarleyfi á jarðhita sunnan Bolaöldu, í sveitarfélaginu Ölfusi. Um er að ræða rannsóknarleyfi á svæði sunnan núverandi rannsóknarsvæðis við Bolaöldu. Þar er rannsóknum að mestu lokið og benda niðurstöður þeirra til að líkur séu á meiri hita sunnan þess svæðis.
Í samvinnu við sveitarfélagið
Hjálmar Eysteinsson, yfirjarðeðlisfræðingur hjá RG, segir að ætlunin með þessari umsókn sé að fá leyfi til rannsókna á svæði sem liggur að því svæði sem fyrirtækið hefur rannsakað.
„Þetta svæði er til viðbótar við það svæði sem við erum að skoða núna og ætlunin er að virkja þar ef niðurstaða rannsóknanna verður jákvæð.“
Hjálmar segir að Reykjavík Geothermal vinni rannsóknirnar í samvinnu við sveitarfélagið Ölfus sem hafi hagsmuni af því að þarna sé hægt að framleiða raforku
...