— Morgunblaðið/Eyþór

Mos­fells­bær hyggst verja auka­lega rúm­um 100 millj­ón­um króna í for­varn­ar­starf og aðgerðir fyr­ir börn og ung­menni á næsta ári. Ákvörðunin kem­ur í kjöl­far mik­ill­ar umræðu í tengsl­um við aukið of­beldi meðal ung­menna, hnífa­b­urð og fleira. Þetta átaksverkefni var kynnt í gær. 25 millj­ón­ir eiga að fara í al­menn­ar for­varn­ir, 42 millj­ón­ir í snemm­tæk­an stuðning og 33 millj­ón­ir í styrk­ingu barna­vernd­ar.