Stjórnvöld sviku öryrkja og ellilífeyrisþega í kjölfar hrunsins. Lífeyrir þeirra var skertur af hrunstjórninni til að uppfylla óskir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en því var lofað að þær skerðingar yrðu leiðréttar um leið og þjóðarskútan væri komin á lygnari sjó. Það var lygi.
Þess í stað máttu öryrkjar og aldraðir horfa upp á kjör sín versna ár frá ári með tilliti til launaþróunar.
Fleiri voru loforðin sem stjórnvöld sviku. Frægt er orðið bréfið sem Bjarni Benediktsson sendi öllum eldri borgurum í aðdraganda kosninganna 2013, þar sem hann lofaði að afnema tekjutengingar ellilífeyris. Hverjar voru efndirnar eftir að hann komst í ríkisstjórn? Engar.
Flokkur fólksins hefur frá stofnun barist fyrir því að uppsöfnuð kjaragliðnun örorku- og ellilífeyrisþega verði leiðrétt. Við höfum lagt fram fjölda þingmála sem miða að því
...