Þetta gerðist eiginlega óvart að ég las svona margar bækur, en í byrjun þessa árs uppgötvaði ég ótrúlega margar bækur sem mig langaði til að lesa, svo ég fór að háma í mig hverja bókina á fætur annarri,“ segir Herdís Arna Úlfarsdóttir, 15 ára…
Herdís „Ég elska bækurnar um Sherlock Holmes, breska einkaspæjarann sem leysir flóknar morðgátur.“
Herdís „Ég elska bækurnar um Sherlock Holmes, breska einkaspæjarann sem leysir flóknar morðgátur.“ — Morgunblaðið/Kristín Heiða

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Þetta gerðist eiginlega óvart að ég las svona margar bækur, en í byrjun þessa árs uppgötvaði ég ótrúlega margar bækur sem mig langaði til að lesa, svo ég fór að háma í mig hverja bókina á fætur annarri,“ segir Herdís Arna Úlfarsdóttir, 15 ára nemandi í tíunda bekk í Laugalækjarskóla, en hún hefur lesið 103 bækur það sem af er þessu ári. Það gera rúmlega tíu bækur í hverjum mánuði og enn eru tveir mánuðir eftir, svo eflaust verða þær þá 123 í árslok. Herdís segist helst lesa spennubækur og rómantískar bækur.

„Ég les bæði íslenskar bækur og bækur á ensku, en ég er mjög fljót að lesa og læt það ekki fæla mig frá þó bækur séu kannski nokkur hundruð blaðsíður. Ég klára líka allar bækur sem ég byrja á, því ég vil komst að því hvernig allt

...