Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Það stendur mikið til í Reykjanesbæ, sem fagnar nú 30 ára afmæli. Þann 16. nóvember kl. 17 verða haldnir miklir galatónleikar í tilefni af afmælinu og er það Óperufélagið Norðuróp sem stendur fyrir þeim í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með 18 einsöngvurum, kór, barnakór og sinfóníuhljómsveit. Fluttar verða þekktar óperuaríur á borð við Nessun Dorma, Casta Diva og Habanera og dúettar og kórverk úr óperum á borð við La Boheme, Cavalleria Rusticana og Hans og Grétu.
Eins og fram kemur á vef Tix.is,
þar sem miðasala fer fram, mun fjöldi einsöngvara koma fram og má þar nefna Arnheiði Eiríksdóttur mezzosópran sem hlaut nýverið titilinn „Rísandi stjarna óperuheimsins“ á Alþjóðlegu óperuverðlaununum í München