Það stendur mikið til í Reykjanesbæ, sem fagnar nú 30 ára afmæli. Þann 16. nóvember kl. 17 verða haldnir miklir galatónleikar í tilefni af afmælinu og er það Óperufélagið Norðuróp sem stendur fyrir þeim í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar…
Fjölmennt Frá æfingu fyrir tónleikana fyrir fáeinum dögum. Jóhann Smári við stjórnvölinn, lengst til hægri.
Fjölmennt Frá æfingu fyrir tónleikana fyrir fáeinum dögum. Jóhann Smári við stjórnvölinn, lengst til hægri. — Ljósmynd/Bryndis M. Schram Reed

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Það stendur mikið til í Reykjanesbæ, sem fagnar nú 30 ára afmæli. Þann 16. nóvember kl. 17 verða haldnir miklir galatónleikar í tilefni af afmælinu og er það Óperufélagið Norðuróp sem stendur fyrir þeim í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með 18 einsöngvurum, kór, barnakór og sinfóníuhljómsveit. Fluttar verða þekktar óperuaríur á borð við Nessun Dorma, Casta Diva og Habanera og dúettar og kórverk úr óperum á borð við La Boheme, Cavalleria Rusticana og Hans og Grétu.

Eins og fram kemur á vef Tix.is,
þar sem miðasala fer fram, mun fjöldi einsöngvara koma fram og má þar nefna Arnheiði Eiríksdóttur mezzosópran sem hlaut nýverið titilinn „Rísandi stjarna óperuheimsins“ á Alþjóðlegu óperuverðlaununum í München

...