Rússar hertu á loftárásum sínum á Kænugarð í fyrrinótt og sendu bæði sjálfseyðingardróna og skutu eldflaugum á borgina. Er þetta í fyrsta sinn í rúma tvo mánuði sem Rússar ráðast á borgina með bæði drónum og eldflaugum
Loftárásir Slökkviliðsmenn sjást hér berjast við eld sem kviknaði í bænum Bróvarí í nágrenni Kænugarðs eftir loftárás Rússa á borgina um nóttina.
Loftárásir Slökkviliðsmenn sjást hér berjast við eld sem kviknaði í bænum Bróvarí í nágrenni Kænugarðs eftir loftárás Rússa á borgina um nóttina. — AFP/Almannavarnir Úkraínu

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Rússar hertu á loftárásum sínum á Kænugarð í fyrrinótt og sendu bæði sjálfseyðingardróna og skutu eldflaugum á borgina. Er þetta í fyrsta sinn í rúma tvo mánuði sem Rússar ráðast á borgina með bæði drónum og eldflaugum. Einn særðist þegar brak úr dróna lenti á honum, en auk þess kviknuðu eldar eftir árásina.

Flugher Úkraínu sagði að loftvarnasveitir landsins hefðu skotið niður fjórar eldflaugar og 37 dróna þá um nóttina. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði árásina um nóttina sýna mikilvægi þess að Úkraínumenn gætu varið sig gegn hryðjuverkum Rússlands, en Selenskí og aðrir úkraínskir ráðamenn hafa beðið vesturveldin undanfarin misseri að senda fleiri loftvarnarkerfi til landsins.

Kalli á hörð viðbrögð

Árásin

...