Nýjasta kvikmynd Pedros Almódóvars, sem ber heitið The Room Next Door og skartar þeim Tildu Swinton og Julianne Moore í aðalhlutverkum, hefur verið tilnefnd sem besta myndin til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2024
Tilda Swinton og Julianne Moore.
Tilda Swinton og Julianne Moore.

Nýjasta kvikmynd Pedros Almódóvars, sem ber heitið The Room Next Door og skartar þeim Tildu Swinton og Julianne Moore í aðalhlutverkum, hefur verið tilnefnd sem besta myndin til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2024. Auk þess er Tilda Swinton tilnefnd sem besta leikkona ársins og Pedro Almodóvar besti leikstjóri ársins. Segir í tilkynningu frá Bíó Paradís að myndin segi frá erfiðu sambandi Mörthu við móður sína sem rofni algjörlega þegar misskilningur rekur þær í sundur en sameiginleg vinkona þeirra Ingrid sér hins vegar báðar hliðar deilunnar.

Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag, fimmtudaginn 14. nóvember, klukkan 18.50 en hún hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ár.