Nokkurs konar fóstri, ábyrgðarmaður að ekki bara smellum heldur hljóðheimi nokkurra tímamótaplatna úr þessum ranni. Ljósfaðir.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég er á þeim aldri að ég hef alltaf vitað hver Quincy Jones er. Þetta nafn var sveipað ákveðinni helgi, vísaði til föðurlegs hljóð- og hljómlistarmanns með „hinni alvitru“ áru og hann virtist jafn mikill mágus í menningarheimi svartra og Sidney Poitier, Muhammad Ali, Duke Ellington og Nelson Mandela þess vegna. Nokkurs konar fóstri, ábyrgðarmaður að ekki bara smellum heldur hljóðheimi nokkurra tímamótaplatna úr þessum ranni. Ljósfaðir. Obi Wan Kenobi, væri hann svartur og byggi á plánetunni jörð.
Tvennt kom strax í hugann er ég frétti andlátið. Fyrir það fyrsta, þá var ég einhverju sinni að lesa mér til um Off the Wall (1979) og Thriller (1982) og var að reyna að fá dýpkun á því
...