Hildigunnur Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 25. janúar 1945. Hún lést 20. október 2024.
Foreldrar hennar voru Ólöf I. Ingimundardóttir frá Bæ í Króksfirði, f. 1909, d.1987, og Ólafur Helgason frá Gautsdal í Geiradal, f. 1903, d. 1998. Systur Hildigunnar eru Sigríður, f. 1936, Ingibjörg Ó. Nielsen, f. 1940, d. 2015, og Martha María Kalman Aðalsteinsdóttir, f. 1935, d. 2010.
Hildigunnur giftist 14. ágúst 1965 eftirlifandi eiginmanni sínum Hilmari Sigurðssyni, grafískum hönnuði, f. 1938. Hann stofnaði Auglýsingastofuna Argus 1967 og rak hana í áratugi. Foreldrar hans voru Sigurður Kr. Sigurðsson, f. á Ísafirði 1913, d. 2001, og Þórunn Dagbjört Sigurðardóttir, f. í Hafnarfirði 1915, d. 1964.
Hildigunnur og Hilmar eignuðust fjögur börn: 1) Dagur, f. 1966, maki Rósa Karen Borgþórsdóttir, f. 1966.
...