Breytingar hafa orði í eigendahóp Gallery Ports á Hallgerðargötu. Listamaðurinn Steingrímur Gauti verður í eigendahópnum ásamt Árna Má Þ. Viðarssyni og Skarphéðni Bergþórusyni. „Ég hef unnið með strákunum nokkuð oft í gegnum tíðina, við erum miklir vinir og mér þykir vænt um Portið
Listamennirnir Árni Þór og Steingrímur Gauti en Steingrímur varð nýlega hluti af eigendahópi Gallery Ports.
Listamennirnir Árni Þór og Steingrímur Gauti en Steingrímur varð nýlega hluti af eigendahópi Gallery Ports. — Morgunblaðið/Eyþór

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Breytingar hafa orði í eigendahóp Gallery Ports á Hallgerðargötu. Listamaðurinn Steingrímur Gauti verður í eigendahópnum ásamt Árna Má Þ. Viðarssyni og Skarphéðni Bergþórusyni.

„Ég hef unnið með strákunum nokkuð oft í gegnum tíðina, við erum miklir vinir og mér þykir vænt um Portið. Ég var með þeim fyrstu sem sýndu þar árið 2016, ekki löngu eftir að ég lauk námi í Listaháskólanum. Þeir stungu upp á því að ég hjálpaði til við reksturinn. Ég vinn einn við myndlist allan daginn og það getur verið einmanalegt. Mér finnst þetta skemmtilegt tækifæri til að vera með öðru fólki og ekki alltaf einn með sjálfum mér,“ segir Steingrímur Gauti.

„Gallery Port er ástríðuverkefni,“ segir Árni

...