Skipuleg söfnun þjóðsagna hófst fyrir miðja 19. öld en með söfnun þeirra Magnúsar og Jóns varð til eitt merkilegasta þjóðsagnasafn í Evrópu.
Þjóðsagnahandrit.
Þjóðsagnahandrit.

Vilhjálmur Bjarnason

Jón Árnason, landsbókavörður og þjóðsagnasafnari, er einn af lærdómsmönnum nítjándu aldar, sem skiluðu arfi fortíðar til ókominna alda.

Jón Árnason var prestssonur, fæddur á Hofi við Skagaströnd. Faðir hans féll frá þegar Jón var tæpra sex ára að aldri. Með einhverjum hætti, sennilega með aðstoð Þórðar bróður síns, síðast prests á Mosfelli í Mosfellssveit, komst Jón Árnason í Bessastaðaskóla og útskrifaðist þaðan.

Þórður þótti kvenhollur, var vikið úr skóla fyrir barneignir en útskrifaður úr heimaskóla hjá biskupi og hlaut uppreist æru og vígðist til prestskapar. Jón útskrifaðist úr Bessastaðaskóla árið 1843. Jafnframt námi var Jón Árnason heimiliskennari hjá Sveinbirni Egilssyni, sem síðar varð rektor Lærða skólans.

Jón átti

...