Þjálfari Rúnar Páll Sigmundsson skrifaði undir þriggja ára samning.
Þjálfari Rúnar Páll Sigmundsson skrifaði undir þriggja ára samning. — Morgunblaðið/Eggert

Rúnar Páll Sigmundsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Gróttu í knattspyrnu. Skrifaði hann undir þriggja ára samning. Grótta féll úr 1. deild á nýafstöðnu tímabili og leikur því í 2. deildinni næsta sumar. Rúnar Páll, sem er fimmtugur, var síðast þjálfari karlaliðs Fylkis sem hann stýrði í þrjú ár. Liðið féll úr Bestu deildinni í haust. Hann gerði karlalið Stjörnunnar að Íslandsmeisturum árið 2014 og bikarmeisturum 2018.