Þórunn J. Júlíusdóttir fæddist 4. mars 1948 í Reykjavík. Hún lést 24. október 2024 á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum. Foreldrar hennar voru Júlíus Jónsson húsasmíðameistari, f. 21. júlí 1902, og Rannveig Guðjónsdóttir húsmóðir, f. 23. desember 1905.

Þórunn fluttist þriggja mánaða gömul á Langholtsveg 83, hús sem foreldrar hennar byggðu, og ólst þar upp. Hún var yngst fjögurra systkina. Elst var Dúdú (Pálína), síðan fæddust tvíburar sem dóu í frumbernsku. Þórunn gekk í Langholtsskóla og Vogaskóla. Eftir skólagöngu starfaði hún sem einkaritari á lögfræðiskrifstofu Ragnars Ólafssonar. Hugur hennar stefndi á nám í endurskoðun en við tók barnauppeldi og því náði hún ekki að feta þá braut. Meðfram eigin barnauppeldi synti Þórunn barnapössun en hún aflaði sér réttinda til að passa annarra manna börn. Lengst starfaði hún sem skólaritari í Hólabrekkuskóla í tæplega fjörutíu ár. Eftirlifandi

...