Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Viðreisn sækir mjög í sig veðrið og er komin fast upp að hlið Samfylkingar í fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Viðreisn er með 21,5% en Samfylking með 22,4%. Sá munur er ekki tölfræðilega marktækur.
Miðað við niðurstöðurnar falla bæði Píratar og Vinstri græn af þingi, en bæði Framsókn og Sósíalistar sleppa naumlega inn og fengju þrjá menn hvor flokkur. Við svo búið falla 7,4% atkvæða dauð og ekki þarf mikið að breytast til þess að þau verði mun fleiri.
Það breytir stöðunni í þingsalnum töluvert, svo mynda má ýmsar þriggja flokka stjórnir, bæði til vinstri (SCB) og hægri (CMD), en einnig breiðara mynstur (SCF, SCM, CMF). Ef horft er til fylgisþróunar undanfarnar vikur er auðvelt að greina hvernig straumurinn hefur
...