Elías Elíasson
Fall Berlínarmúrsins þótti marka ein merkilegust þáttaskilin seint á síðustu öld. Þá féll kommúnisminn var sagt, en hann lifir samt enn. Það sem féll var hið miðstýrða efnahagskerfi Austur-Evrópu. Áætlunarbúskapur þeirra gat ekki keppt við efnahagskerfi Vesturlanda sem byggðist á frelsi einstaklinganna og frjálsum markaði. Það merkilega er að síðan hafa Evrópukratar fært vesturálfuna nær áætlunarbúskap með aukinni miðstýringu og opinberum afskiptum af mörkuðum.
Í átt að áætlunarbúskap
Hér á landi er það Samfylkingin sem stendur í fararbroddi hliðstæðrar þróunar og vill hækka auðlindagjöld ásamt sköttum. „Skattgreiðslur eru skynsamlegasta fjárfesting langflestra Íslendinga á ævinni,“ fullyrti Logi Einarsson við eldhúsdagsumræður 2017. Að skattgreiðslur séu fjárfesting er út af fyrir sig
...