Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist treysta almenningi á Íslandi betur fyrir ríflega 100 milljarða eignarhlut í Íslandsbanka en ríkisvaldinu. Flokkur hans hefur lagt til að hluturinn, sem er 42,5% af heildarhlutafé bankans, renni í jöfnum hlutum til allra íslenskra ríkisborgara
Spurt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins situr hér fyrir svörum á vettvangi Spursmála.
Spurt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins situr hér fyrir svörum á vettvangi Spursmála. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Spursmál

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist treysta almenningi á Íslandi betur fyrir ríflega 100 milljarða eignarhlut í Íslandsbanka en ríkisvaldinu. Flokkur hans hefur lagt til að hluturinn, sem er 42,5% af heildarhlutafé bankans, renni í jöfnum hlutum til allra íslenskra ríkisborgara.

Sigmundur er gestur Spursmála að þessu sinni og svarar þar fyrir stefnu flokks síns.

„Við bara treystum almenningi, landsmönnum, betur til þess að fara með sína eign en einhverjum misvitrum stjórnmálamönnum.“

En bíddu, ef þið fáið völdin til þess að afhenda bankann fólkinu þá hafið þið stjórn á ríkiskassanum

...