Norðvestan illviðri gekk yfir landið í gær og voru gular og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi um allt land. Mesta vonskuveðrið var á norðan- og austanverðu landinu og verða veðurviðvaranir í gildi fram yfir hádegi
Veður Snjóa tók á Húsavík skömmu eftir myrkur í gær. Þá voru eigendur báta í óða önn að gera allt klárt fyrir háflóð þegar ljósmyndari átti leið um.
Veður Snjóa tók á Húsavík skömmu eftir myrkur í gær. Þá voru eigendur báta í óða önn að gera allt klárt fyrir háflóð þegar ljósmyndari átti leið um. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Norðvestan illviðri gekk yfir landið í gær og voru gular og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi um allt land. Mesta vonskuveðrið var á norðan- og austanverðu landinu og verða veðurviðvaranir í gildi fram yfir hádegi.

Akstursskilyrði voru erfið víðast hvar í gær vegna snjókomu og hálku. Nóg var að gera hjá Árekstur.is frá hádegi í gær en hálkan virðist hafa komið mörgum ökumönnum á

...