Sýningin Heimur í orðum verður opnuð í Eddu – húsi íslenskunnar í dag, laugardaginn 16. nóvember, kl. 14 á degi íslenskrar tungu. Þar gefst fólki kostur á að sjá íslensku handritin sem geyma ómetanlegan menningararf okkar Íslendinga og þar má…
Heimur í orðum Sigrún Kristjánsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir.
Heimur í orðum Sigrún Kristjánsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir. — Morgunblaðið/Karítas

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

Viðtal

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

Sýningin Heimur í orðum verður opnuð í Eddu – húsi íslenskunnar í dag, laugardaginn 16. nóvember, kl. 14 á degi íslenskrar tungu. Þar gefst fólki kostur á að sjá íslensku handritin sem geyma ómetanlegan menningararf okkar Íslendinga og þar má finna fornar sögur og fræg kvæði en einnig ýmsa aðra texta sem spegla hugmyndir fyrri kynslóða um líf sitt og samfélag. Á sýningunni verða að jafnaði 22 handrit til sýnis, þar á meðal Flateyjarbók, Möðruvallabók og Konungsbók eddukvæða, en vegna varðveislusjónarmiða verður handritunum skipt út á um það bil þriggja mánaða fresti.

...