Mar-a-Lago Elon Musk, Javier Milei Argentínuforseti og Trump hittust í kvöldverðinum þar sem Trump tilkynnti að Kennedy yrði ráðherra.
Mar-a-Lago Elon Musk, Javier Milei Argentínuforseti og Trump hittust í kvöldverðinum þar sem Trump tilkynnti að Kennedy yrði ráðherra. — AFP/Forsetaembætti Argentínu

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í fyrrakvöld að hann hygðist útnefna Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. Tilkynningin vakti nokkra athygli, þar sem Kennedy hefur m.a. barist gegn almennum bólusetningum barna.

Trump tilkynnti útnefningu Kennedys í ræðu á sérstökum kvöldverði í Mar-a-Lago, þar sem ýmsir stuðningsmenn Trumps á borð við Elon Musk, Kennedy og leikarann Sylvester Stallone komu saman auk þess sem Javier Milei Argentínuforseti var viðstaddur.

Trump sagði svo í sérstakri yfirlýsingu um útnefningu Kennedys að „matvæla- og lyfjafyrirtækin“ hefðu kramið Bandaríkjamenn og stundað blekkingaleiki gegn almenningi, og að Kennedy og hann myndu vinna saman til að gera Bandaríkin bæði frábær og heilbrigð aftur.

Útnefning Kennedys kom fast á

...