Ekki þarf að koma til þess að dregið verði úr framkvæmdum við nýjan Landspítala á næsta ári, hvað þá að framkvæmdum verði frestað að sögn Ásgeirs Margeirssonar, formanns stýrihóps um framkvæmdir við Landspítala, um tillögu meirihluta fjárlaganefndar um 2,5 milljarða kr. hliðrun í byggingu nýs Landspítala á næsta ári.
Ásgeir gerði athugasemdir við fyrirsögn fréttar Morgunblaðsins í gær um að í tillögu meirihlutans fælist frestun á framkvæmdum á næsta ári og benti á að svo væri ekki heldur væri hér verið að hliðra til fjárveitingum til verkefnisins á
...