Bjarni Helgason
Eftir því sem árin líða kann ég alltaf betur að meta íslenskt sjónvarpsefni. Þá er ég aðallega að tala um íslenskar spennuþáttaraðir. Ég horfði á fyrstu seríu af Svörtu söndum og fílaði þá þætti mjög vel. Ég var minna spenntur fyrir annarri seríu eins og oft vill verða, sá ekki alveg fyrir mér hvernig það væri hægt að toppa fyrstu seríuna þar sem nokkrar af aðalpersónunum hurfu óvænt á brott í lokaatriðinu.
Ég verð hins vegar að viðurkenna það að ég er mjög hrifinn af annarri seríu af Svörtu söndum. Vissulega pirra ég mig reglulega á því hvað atburðarásin er oft hæg en það er víst lenskan og tískan í dag í þessum helstu spennuþáttaröðum. Sem betur fer erum við ekki að horfa fram á 24-þátta seríu eins og í gamla daga. Maður huggar sig við að þættirnir eru bara átta, held ég, þegar manni finnst
...