Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að listamennirnir Einar Hákonarson listmálari og útskurðarmeistarinn Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, Sigga á Grund, bætist við á lista þeirra sem njóta heiðurslauna listamanna samkvæmt ákvörðun Alþingis.
Í greinargerð þingnefndarinnar kemur fram að við fjárlög áranna 2023 og 2024 bættust samtals fimm listamenn við þann hóp listamanna sem nýtur heiðurslauna. Einnig segir þar að á yfirstandandi ári létust tveir heiðurslaunaþegar, þeir Hreinn Friðfinnsson og Matthías Johannessen. Eru heiðurslaunaþegar nú 23 talsins.
Með breytingartillögu allsherjar- og menntamálanefndar er lagt til að Einar og Sigríður Jóna bætist við þann hóp listamanna sem nú þegar nýtur heiðurslauna samkvæmt lögum um heiðurslaun listamanna. omfr@mbl.is