Myndlistartvíæringurinn Sequences fer fram í tólfta sinn dagana 10.-20. október 2025. Daría Sól Andrews mun skapa listræna umgjörð hátíðarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu. Daría er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri en árið 2024 vann hún…
Myndlistartvíæringurinn Sequences fer fram í tólfta sinn dagana 10.-20. október 2025. Daría Sól Andrews mun skapa listræna umgjörð hátíðarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu. Daría er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri en árið 2024 vann hún Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir bestu samsýningu ársins, Að rekja brot.
Hugmyndafræðin að baki hátíðinni á næsta ári tengist fagurfræði sem kallast „hæg list“ og „felur í sér tengingar milli myndlistar og áhorfanda, að taka sér tíma með list, með hverju og einu verki, og íhuga nýjar leiðir til að upplifa og meðtaka myndlist“.