Sjö sóttu um embætti nefndarmanns í kærunefnd útlendingamála sem dómsmálaráðuneytið auglýsti fyrir skömmu. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, lögfræðingur og alþingismaður Pírata, Eduardo Canozo Fontt, ráðgjafi í…
Sjö sóttu um embætti nefndarmanns í kærunefnd útlendingamála sem dómsmálaráðuneytið auglýsti fyrir skömmu.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, lögfræðingur og alþingismaður Pírata, Eduardo Canozo Fontt, ráðgjafi í innflytjendamálum hjá Vinnumálastofnun, Garðar Biering, lögfræðingur hjá kærunefnd útlendingamála, Gunnar Páll Baldvinsson doktorsnemi, Hulda Magnúsdóttir, lögfræðingur hjá kærunefnd útlendingamála, Rannveig Stefánsdóttir, lögfræðingur hjá kærunefnd útlendingamála, og Vera Dögg Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, eru þau sem sóttu um setu í nefndinni. Mun sérstök hæfnisnefnd fara yfir umsóknir þeirra.