Guðjón Jónsson fæddist 17. nóvember 1924 á Ökrum á Akranesi. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 1884, d. 1964, og Jón Hallgrímsson, f. 1904, d. 1940. Guðjón lauk sveinsprófi í rennismíði árið 1947 og starfaði hjá Vélsmiðjunni Héðni þar…

Guðjón Jónsson fæddist 17. nóvember 1924 á Ökrum á Akranesi. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 1884, d. 1964, og Jón Hallgrímsson, f. 1904, d. 1940.

Guðjón lauk sveinsprófi í rennismíði árið 1947 og starfaði hjá Vélsmiðjunni Héðni þar til hann gerðist starfsmaður Félags járniðnaðarmanna 1960 en hann var starfsmaður járniðnaðarmanna til ársins 1989 er hann réðst til Vinnueftirlits ríkisins.

Guðjón Jónsson sat í stjórn Félags járniðnaðarmanna 1956-1964 en var formaður félagsins til 1989. Hann sat í miðstjórn ASÍ 1980-1988. Guðjón var hvatamaður að stofnun Málm- og skipasmiðasambands Íslands árið 1964 og var varaformaður þess frá stofnun til 1976 en síðan formaður til 1988.

Hann tók þátt í gerð fjölmargra

...