Tónlistarhátíðin ErkiTíð fagnar 30 ára afmæli og verður meginþema hátíðarinnar í ár „kynslóðir“. Hún fer fram fer fram um helgina, 16.-17. nóvember, í Listasafni Reykjavíkur. „Af tilefni 80 ára afmælis lýðveldis Íslands verða…
Kjartan Ólafsson
Kjartan Ólafsson

Tónlistarhátíðin ErkiTíð fagnar 30 ára afmæli og verður meginþema hátíðarinnar í ár „kynslóðir“. Hún fer fram fer fram um helgina, 16.-17. nóvember, í Listasafni Reykjavíkur.

„Af tilefni 80 ára afmælis lýðveldis Íslands verða kynslóðir íslenskra tónskálda á þessu tímabili kynntar á hátíðinni með mörgum af frumkvöðlum nútíma- og raftónlistar á Íslandi – auk fjölmargra starfandi tónskálda í dag,“ segir í tilkynningu. Á dagskránni verður teflt saman „tónlistarlegum andstæðum og þverstæðum og með hjálp nýjustu tækni er hér fléttað saman fortíð, nútíð og framtíð – sem sýnir umfang listræns sviðs tónlistar í dag á Íslandi og eykur jafnframt menningarlegt litróf samtímans“.

Markmið ErkiTíðar er sagt frá upphafi hafa verið að kynna það nýjasta á vettvangi tónsmíða, tónlistarflutnings og

...