Camerarctica og Hnúkaþeyr flytja oktett eftir Franz Schubert á tónleikum í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Með tónleikunum fagna kammerhóparnir tveir áratugalögum starfsafmælum sínum. Flytjendur eru Ármann Helgason klarinettuleikari,…
Camerarctica og Hnúkaþeyr flytja oktett eftir Franz Schubert á tónleikum í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Með tónleikunum fagna kammerhóparnir tveir áratugalögum starfsafmælum sínum. Flytjendur eru Ármann Helgason klarinettuleikari, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari, Emil Friðfinnsson hornleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari. Oktettinn er umfangsmesta kammerverk Schuberts, en þar „skiptast á ljóðrænar línur, gáski og fjör“. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Sígildum sunnudögum. Miðar fást á harpa.is.