Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

1. Rf3 d5 2. e3 Rf6 3. c4 e6 4. b3 Be7 5. Bb2 0-0 6. Be2 b6 7. 0-0 Bb7 8. d4 Rbd7 9. Rbd2 c5 10. Hc1 Hc8 11. He1 He8 12. Dc2 h6 13. Bd3 Dc7 14. Db1 Db8 15. cxd5 Rxd5 16. Da1 Bf8 17. Bb5 Hed8 18. Bxd7 Hxd7 19. dxc5 bxc5 20. Re5 Hdd8 21. Rdc4 Ba8 22. Db1 Db5 23. f3 a5 24. Hcd1 Bb7 25. Ba1 Hb8 26. a4 Da6

Staðan kom upp í efstu deild, úrvalsdeild, fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2.469) hafði hvítt gegn Bárði Erni Birkissyni (2.272). 27. Rxf7! Kxf7 28. Re5+ Kg8 aðrir leikir hefðu ekki verið heppilegri. 29. Dg6! Rf6 30. Hxd8 Hxd8 31. Rf7? lætur vinninginn sér úr greipum ganga, hvíta taflið hefði verið unnið eftir 31. Df7+! Kh7 32. Rg6 þar eð hvítur hótar bæði Ba1-Bxf6 og Rg6-Rxf8+. 31. … Dd3! 32. Rxh6+ Kh8 33. Rf7+ og jafntefli samið.