„Ekki grunaði mig þegar ég skrifaði stutta frétt í Morgunblaðið 22. nóvember 1974 um dularfullt mannshvarf í Keflavík að það væri upphafið að þekktasta sakamáli Íslandssögunnar. Þetta var eindálka frétt með fyrirsögninni „Manns saknað í…
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Ekki grunaði mig þegar ég
skrifaði stutta frétt í Morgunblaðið
22. nóvember 1974 um dularfullt mannshvarf í Keflavík að það væri upphafið að þekktasta sakamáli Íslandssögunnar. Þetta var eindálka frétt með fyrirsögninni „Manns saknað í Keflavík“.“
Þetta segir Sigtryggur Sigtryggsson, blaðamaður Morgunblaðsins og fulltrúi ritstjóra. Hann hóf störf á blaðinu í apríl 1974, var fréttastjóri í 35 ár, 1981-2016, en hóf þá að skrifa fréttir á ný og er enn að störfum.
„Ég hafði aðeins verið lögreglufréttaritari í nokkrar vikur þegar lögreglan í Keflavík hringdi fimmtudaginn 21. nóvember 1974 og bað um að auglýst yrði eftir vitnum að ferðum Geirfinns. Hvarf hans þótti afar dularfullt og þegar
...