Það er mikilsvert hagsmunamál fyrir almenning, stofnanir og fyrirtæki að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltingu.
Halldór Benjamín Þorbergsson
Halldór Benjamín Þorbergsson

Halldór Benjamín Þorbergsson

Á þessu ári er liðinn áratugur frá því að sjálfseignarstofnunin Almannarómur var stofnuð. Þá komu saman fulltrúar ríflega 20 fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka og settu sér það markmið að til yrðu máltæknilausnir fyrir íslenska tungu. Það var fyrirséð að stöðug tækniþróun væri fram undan og að sífellt aukin tækninotkun myndi fara fram á enskri tungu ef ekkert yrði að gert.

Markmið Almannaróms er að íslenska verði jafnoki annarra tungumála í stafrænni tækni, að vernda íslenska tungu og að fyrirtæki og almenningur hafi aðgang að máltækni. Frá upphafi hefur Almannarómur átt í góðu samstarfi við stjórnvöld og mikil pólitísk samstaða hefur ríkt um markmiðin sem sett hafa verið og framlög verið tryggð á fjárlögum til að tryggja framgang verkefna.

Verkefnið Máltækni

...