Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi: Hátt á kvenna höfði er, hentugt mjólkurílát var, efst í fjalli unir sér, algengt kýr- og fjárnafn hér

Pétur Blöndal

P.blondal@gmail.com

Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi:

Hátt á kvenna höfði er,

hentugt mjólkurílát var,

efst í fjalli unir sér,

algengt kýr- og fjárnafn hér.

Og landnámskona í Eyjafirði einnig heitið bar.

Eins og vísnaáhugamenn þekkja felst merking lausnarorðsins í hverri línu vísnagátunnar. Helgi Einarsson er fljótur að átta sig:

Þórunn hyrna úr stafni sté

með Stuttu-Hyrnu og annað fé.

Ég mjólkurhyrnu sjaldan sé,

...