„Þetta er hugmynd sem kviknaði í samtölum starfsmanna Miðeindar í sumar,“ segir Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Miðeindar, en fyrirtækið var að hleypa af stokkunum samheitaorðabókarvefnum samheiti.is þar sem notendur…
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Þetta er hugmynd sem kviknaði í samtölum starfsmanna Miðeindar í sumar,“ segir Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Miðeindar, en fyrirtækið var að hleypa af stokkunum samheitaorðabókarvefnum samheiti.is þar sem notendur geta fengið aðstoð við að auka orðaforða og auðga mál sitt. Það var því við hæfi að opna vefinn í viku sem tileinkuð er íslenskri tungu.
Hefði verið margra ára vinna
„Við ákváðum að láta á þetta reyna með hjálp nýrrar gervigreindartækni og
...