Opnuð hafa verið tilboð í lagfæringar og endurbætur á húsnæði leikskólans Brákarborgar að Kleppsvegi 150-152. Fjögur tilboð bárust. Það lægsta var frá Ístaki, krónur 223.208.968. Var það 113% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 197,5 milljónir
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Opnuð hafa verið tilboð í lagfæringar og endurbætur á húsnæði leikskólans Brákarborgar að Kleppsvegi 150-152.
Fjögur tilboð bárust. Það lægsta var frá Ístaki, krónur 223.208.968. Var það 113% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 197,5 milljónir.
Land og verk ehf. bauð tæpar 226 milljónir, E. Sigurðsson ehf. 273 milljónir og Múr og mál ehf. 285 milljónir. Verið er að yfirfara tilboðin.
Borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði í síðasta mánuði að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á húsnæði Brákarborgar.
Áætlað er að framkvæmdir geti hafist fljótlega og að þeim verði lokið fyrri hluta árs 2025.
...