Ingibjörg Davíðsdóttir segir stöðu innviðanna brenna mest á kjósendum í Norðvesturkjördæmi. Innviðaskuldin á Vestfjörðum er mikilvæg og hún segir Miðflokkinn styðja hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða um samgöngubætur.
Hún segir að það þurfi að ná niður vöxtum og verðbólgu en til þess þurfi að forgangsraða í ríkisrekstri.
„Við þurfum að hætta gera það sem þarf ekki að gera. Við þurfum að sýna mikið aðhald, við getum til dæmis sett fjármuni sem eiga að fara, eða kannski eru ekki til, sem eiga að fara í borgarlínu – það er hægt að setja þá fjármuni í annað,“ segir hún og nefnir þar að auki að það þurfi að ná stjórn á landamærunum til að draga úr kostnaði vegna hælisleitenda.
Ingibjörg segir mikilvægt að varðveita sjókvíaeldi á Vestfjörðum en samt sem áður þurfi að herða eftirlit. Hún vill að sjókvíaeldi
...