Áætlaðar tekjur A-hluta sveitarsjóðs Borgarbyggðar á næsta ári eru áætlaðar liðlega 6,7 milljarðar króna og rekstrarafgangur 140 millj. kr. Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs er nú til umfjöllunar og þar er varfærni í áætlun um tekjur áberandi stef.
Liðlega helmingur tekna sveitarfélagsins fer í launagreiðslur og fræðslumálum er áætlað svipað hlutfall. Stærsta einstaka fjárfestingin er bygging nýs skólahúss að Kleppsjárnsreyjum i Reykholtsdal. Þá eru mörg verkefni í gangi í Borgarnesi, svo sem bygging nýs knatthúss, endurnýjun á íþróttamiðstöð, stígagerð, niðurrif húsa í Brákarey, gatnagerð við Kveldúlfshöfða, Sæunnargötu og Bröttugötu og stækkun leikskólans Uglukletts. sbs@mbl.is