Ljósvakahöfundur var tilbúinn að leggja þó nokkuð á sig til að horfa á alla sex þætti Dimmu í leikstjórn Lasse Hallströms þar sem Lena Olin leikur lögreglukonuna Huldu. Þættirnir eru eins og kunnugt er gerðir eftir vinsælum bókum Ragnars Jónassonar
Dimma<b> Þættirnir heppnuðust ekki sérlega vel.</b>
Dimma Þættirnir heppnuðust ekki sérlega vel.

Kolbrún Bergþórsdóttir

Ljósvakahöfundur var tilbúinn að leggja þó nokkuð á sig til að horfa á alla sex þætti Dimmu í leikstjórn Lasse Hallströms þar sem Lena Olin leikur lögreglukonuna Huldu. Þættirnir eru eins og kunnugt er gerðir eftir vinsælum bókum Ragnars Jónassonar. Gerð þáttanna var rækilega auglýst hér á landi en reynslan segir manni að það sé ekki nóg að frægt fólk komi að gerð kvikmynda og þáttaraða. Frægu fólki getur mistekist illilega eins og öðrum. Það gerðist þarna.

Fyrsti þáttur byrjaði vel en fljótlega fór að síga á ógæfuhliðina og leiðindi urðu allsráðandi. Drungi getur verið áhugaverður en þarna var hann einungis þreytandi. Lena Olin var virkilega að reyna að standa sig en Hulda varð aldrei áhugaverð í túlkun hennar. Aðrir leikarar voru heldur ekki minnisstæðir. Svo að segja það eina áhugaverða í þáttunum voru skemmtilegar svipmyndir af Reykjavík, borg sem maður

...