Álfhildur Leifsdóttir telur Norðvesturkjördæmi hafa orðið eftir og segir að hverfa þurfi frá svokallaðri höfuðborgarstefnu.

„Það þarf aðeins að hverfa frá þessari höfuðborgarstefnu yfir í landsbyggðarstefnu. Að það slokkni ekki fleiri ljós heldur að við byggjum upp landsbyggðina því við erum ekkert hvert án annars.“

Álfhildur segir sjókvíaeldið komið til að vera en vill þó sjá strangar reglur í kringum greinina. Hún telur t.d. að það eigi að skoða að gera kröfu um að eigendur fyrirtækjanna séu íslenskir.

„Mögulega þarf líka bara að setja eitthvert hámark eins og er í sjávarútvegi. Að það sé bara einhver hámarksstærð á þessum fyrirtækjum og að þau séu bara í íslenskri eigu,“ segir Álfhildur. Í viðtalinu er einnig rætt um orkuöflun, en hún geldur varhug við að byggja Vatnsdalsvirkjun enda

...